Persónuverndarstefna Snjöllkerfi ehf.
Snjöllkerfi ehf. leggur mikla áherslu á að vernda persónuupplýsingar viðskiptavina sinna. Við viljum að þú sért upplýst/ur á einfaldan hátt um hvernig og hvers vegna við söfnum, notum og varðveitum persónuupplýsingar um þig og hvaða réttindi þú hefur gagnvart okkur. Þessi persónuverndarstefna skýrir eftirfarandi atriði:
- Hvenær og hvers vegna söfnum við upplýsingum um þig?
- Hvaða persónuupplýsingar söfnum við um þig?
- Hvernig notum við persónuupplýsingar þínar?
- Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?
- Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?
- Hve lengi varðveitum við upplýsingarnar?
- Hver eru réttindi þín varðandi persónuupplýsingar?
- Fyrirspurnir og kvörtun til Persónuverndar
- Mun þessi persónuverndarstefna breytast?
1. Hvenær og hvers vegna söfnum við upplýsingum um þig?
Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar. Hvers konar persónuupplýsingar sem við söfnum fer eftir því hvort þú ert einstaklingur í viðskiptum við félagið eða kemur fram fyrir hönd lögaðila, svo sem birgja. Söfnunin fer fram til að við getum veitt þá þjónustu sem óskað hefur verið eftir.
Þegar þú ert í viðskiptum við okkur, söfnum við upplýsingum um viðskiptasögu þína til að veita þér yfirsýn yfir viðskipti þín og bjóða persónulegri þjónustu.
Ef þú óskar eftir að fá upplýsingar frá okkur (s.s. fréttabréf eða markpósta) þarftu að veita okkur nauðsynlegar upplýsingar. Þetta er valfrjálst.
Þegar þú notar vefsvæði okkar söfnum við einnig upplýsingum með vefkökum (e. cookies), IP-tölum og öðrum upplýsingum tengdum tækinu þínu (t.d. vélbúnaðarupplýsingar og útgáfa stýrikerfis). Þú getur valið hvort þú vilt deila þessum upplýsingum.
Ef þú skilar til okkar notuðu tæki til endursölu, eyðingar, eða ef tæki sem þú hefur haft að láni inniheldur persónuupplýsingar, getur það haft áhrif á hvernig við vinnum persónuupplýsingar.
2. Hvaða persónuupplýsingar söfnum við um þig?
Upplýsingarnar sem við söfnum fara eftir þjónustu sem þú óskar eftir eða hvers vegna þú hefur samband við okkur. Persónuupplýsingar sem við söfnum geta verið m.a.:
- Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang.
- Upplýsingar um greiðslumáta, svo sem reikningsupplýsingar.
- Viðskiptasaga þín, þ.m.t. hvaða vörur og þjónustu þú hefur keypt.
- Samskipti við okkur, t.d. tölvupóstar, hljóðrituð símtöl, eða önnur samskipti.
- Upplýsingar um notkun þína á vefsíðum okkar, s.s. hvenær þú heimsækir síðuna og tækið sem þú notar.
3. Hvernig notum við persónuupplýsingar þínar?
Við notum persónuupplýsingar þínar til þess að:
- Veita þér þjónustu eða vörur sem þú hefur óskað eftir.
- Vinna úr beiðnum eða fyrirspurnum frá þér.
- Senda þér reikninga vegna viðskipta eða þjónustubeiðna.
- Kanna hvernig þú notar vörur okkar og þjónustu til að þróa hana betur.
- Svara spurningum sem þú beinir til okkar.
4. Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?
Við deilum upplýsingum um þig með eftirfarandi aðilum, ef þess er krafist eða það er nauðsynlegt til að veita þjónustu:
- Yfirvöldum, dómstólum og löggæsluyfirvöldum.
- Lánshæfisfyrirtækjum og fjármálastofnunum.
- Innheimtufyrirtækjum og þjónustufyrirtækjum sem starfa fyrir okkar hönd.
- Sérfræðingum okkar, svo sem lögfræðingum eða endurskoðendum.
Upplýsingum er aðeins deilt með þriðju aðilum samkvæmt vinnslusamningum þar sem kveðið er á um öryggi og meðferð persónuupplýsinga, nema lagaskylda segi annað.
5. Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?
Persónuupplýsingar eru geymdar í viðurkenndum tölvukerfum með aðgangsstýringum til að tryggja að aðeins þeir sem þurfa að hafa aðgang fái hann. Öll kerfi eru vaktaðar og uppfærðar reglulega. Notaður er viðurkenndur hugbúnaður til að eyða öllum gögnum úr notuðum tækjum sem okkur eru afhent til endursölu eða eyðingar. Þú getur ávallt tryggt öryggi þinna upplýsinga með því að eyða þeim úr tækjum áður en þau eru afhent til okkar.
6. Hve lengi varðveitum við upplýsingarnar?
Við varðveitum persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla tilgang þeirra eða eins lengi og lög heimila eða krefjast. Ef ekki er lengur þörf á upplýsingunum eða lög kveða á um að eyða þeim, verða upplýsingarnar gerðar ópersónugreinanlegar eða þeim eytt á öruggan hátt.
Til dæmis er viðskiptasaga varðveitt í allt að 4 ár, nema annað sé kveðið á um í lögum, svo sem bókhaldslögum sem krefjast 7 ára varðveislutíma frá lokum viðkomandi reikningsárs.
7. Réttindi þín vegna vinnslu okkar á upplýsingum þínum
Þú átt ýmis réttindi varðandi vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum. Þetta felur í sér rétt til að:
- Fá upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar þínar eru nýttar af okkur.
- Fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við höfum um þig.
- Uppfæra persónuupplýsingar þínar til að tryggja að þær séu réttar.
- Óska eftir að upplýsingum um þig sé eytt ef ekki er lengur ástæða til þess að við geymum þær.
- Fá persónuupplýsingar þínar afhentar á tölvutæku formi eða fá þær sendar beint til þriðja aðila.
- Andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna þegar vinnslan byggir á lögmætum hagsmunum okkar.
8. Fyrirspurnir og kvörtun til Persónuverndar
Ef þú vilt nýta þér réttindi þín, eins og þau eru lýst í persónuverndarstefnu okkar, eða ef þú hefur spurningar eða athugasemdir varðandi persónuvernd okkar eða vinnslu persónuupplýsinga þinna, vinsamlegast hafðu samband við okkur með því að senda tölvupóst á snjollkerfi@snjollkerfi.is.
Ef þú ert ósátt/ur við hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar eða telur að við höfum brotið á rétti þínum samkvæmt persónuverndarlögum, hefur þú rétt til að senda kvörtun til Persónuverndar (www.personuvernd.is) í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nú lög nr. 90/2018.
9. Mun þessi persónuverndarstefna breytast?
Persónuverndarstefna Snjöllkerfi getur breyst með tímanum, til dæmis vegna breytinga á lögum, reglum eða opinberum kröfum varðandi persónuvernd. Við mælum með því að þú fylgist reglulega með uppfærslum sem við birtum á vefsíðu okkar.
10. Samskiptaupplýsingar
Ef þú hefur spurningar um þessa persónuverndarstefnu eða vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum, vinsamlega hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst á netfangið snjollkerfi@snjollkerfi.is.
11. Endurskoðun
Snjöllkerfi getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu sinni í samræmi við breytingar á lögum eða vegna breytinga á því hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar. Verði gerðar breytingar á stefnunni munum við tilkynna þær á sannanlegan hátt.
Allar breytingar sem gerðar verða á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt.