Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgð vegna galla á vöru fer eftir lögum um neytendakaup (lög nr. 48/2003) og lögum um lausafjárkaup (lög nr. 50/2000), nema annað sé tilgreint.
Gildir fyrir allar vörur (sjá takmarkanir hér að neðan).
Ábyrgð gildir aðeins ef framvísað er ábyrgðarskírteini eða kaupnótu. Ef kaupnóta er ekki til staðar, er hægt að hafa samband við Snjöllkerfi með því að senda tölvupóst með nafni, dagsetningu kaupdagar, greiðslumáta og upplýsingum um vöruna til snjollkerfi@snjollkerfi.is.
Viðbrögð vegna galla:
- Raftæki sem talin eru gölluð skal afhenda til Snjöllkerfi
- Snjöllkerfi áskilur sér rétt til að sannreyna galla innan eðlilegra tímamarka.
Ef raftæki reynist ekki gallað eftir athugun, eða ef bilun fellur ekki undir ábyrgðarviðgerð, greiðir kaupandi skoðunargjald samkvæmt verðskrá viðkomandi verkstæðis og/eða flutningskostnað, ef við á.
Ef ábyrgðarmál kemur upp, mun Snjöllkerfi, eftir atvikum, bjóða viðskiptavinum upp á viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Í öllum tilvikum er fyrst kannaður möguleiki á viðgerð.
Takmarkanir á Ábyrgð:
- Ef um er að ræða sölu til fyrirtækis, þá er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu.
- Ábyrgð gildir ekki um eðlilegt slit vegna notkunar.
- Ábyrgð fellur niður ef tækið hefur verið opnað eða átt við það án yfirumsjónar eða samþykkis Snjöllkerfi.
- Ábyrgð gildir ekki ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.
- Ábyrgð nær ekki til rafhlaðna, þar sem þær eru taldar rekstrarvara. Rafhlöður gætu þurft að endurnýja innan vélbúnaðartryggingartímans. Framleiðendur veita þó að lágmarki 6 mánaða ábyrgð á rafhlöðum.
- Snjöllkerfi tekur ekki ábyrgð á gögnum sem eru á geymslueiningum tækja, s.s. á minniskubbum eða hörðum diskum. Öryggisafrit á að vera á ábyrgð kaupanda.
Verkstæði og Viðgerðir
- Meðalviðgerðartími á Íslandi er 10-15 virkir dagar. Í einstaka tilvikum getur viðgerð tekið lengri tíma, t.d. ef panta þarf varahluti eða mikið álag er á verkstæði.
- Ekki er hægt að kanna stöðu viðgerðar ef varan var sett í viðgerð innan 2 vikna.
- Til að stytta viðgerðartíma getur kaupandi í sumum tilfellum farið beint með vöruna á viðkomandi verkstæði. Framvísa þarf kaupnótu við slíkar aðstæður.
- Snjöllkerfi sendir allar vörur til viðurkenndra verkstæða.
- Þegar viðgerð er lokið, mun Snjöllkerfi tilkynna kaupanda með símtali eða sms að varan sé tilbúin til afhendingar. Við afhendingu þarf að framvísa verkbeiðni.
Skoðunargjald
Ef skoðun á tækinu leiðir í ljós að bilun sé ekki vegna framleiðslugalla, fellur skoðunargjald á eiganda tækisins í samræmi við verðskrá verkstæðisins.