1. Hvað eru vafrakökur?

Vafrakökur (e. „cookies“) eru litlar textaskrár sem geymdar eru í vafranum þínum þegar þú heimsækir vefsíður. Vafrakökur eru notaðar í ýmsum tilgangi, svo sem til að bæta virkni vefsíðna, greina hvernig vefsíður eru notaðar, og til að beina sérsniðnum auglýsingum að ákveðnum hópum eða einstaklingum. Vafrakökur geta innihaldið texta, tölur eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þær geyma ekki persónuupplýsingar um notendur.

2. Notkun Snjöllkerfi á kökum

Með því að samþykkja skilmála Snjöllkerfi um notkun á vafrakökum, er Snjöllkerfi m.a. veitt heimild til að:

  • Greina notendur sem hafa heimsótt síðuna áður og sérsníða leit og þjónustu að þeim,
  • Einfalda notendum að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna fyrri aðgerðir þeirra,
  • Þróa og bæta þjónustu vefsíðunnar með því að fá innsýn í hvernig hún er notuð,
  • Birta notendum sérsniðnar auglýsingar.

Snjöllkerfi notar einnig þjónustur frá þriðja aðila, eins og Google Analytics og Facebook Pixel, til að greina umferð á vefsíðunni, mæla árangur auglýsinga og birta gestum sérsniðnar auglýsingar. Þessi verkfæri safna upplýsingum nafnlaust og skila skýrslum um notkun vefsíðunnar án þess að bera kennsl á einstaka notendur eða nota persónuupplýsingar. Google Analytics og Facebook Pixel nota sínar eigin vafrakökur til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæðið. Á grundvelli þessa áskilur Snjöllkerfi sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi þriðju aðila.

3. Geymslutími

Vafrakökur frá Snjöllkerfi eru geymdar í allt að 24 mánuði frá því að notandi heimsækir vefsíðu Snjöllkerfi.

4. Slökkva á notkun á kökum

Notendur geta stillt vafrann sinn þannig að hann hætti að nota vafrakökur, þannig að þær vistast ekki, eða þannig að vafrinn biðji um leyfi notenda áður en þær eru vistaðar. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum hlutum vefsíðunnar eða haft áhrif á virkni hennar.

Leiðbeiningar um hvernig á að slökkva á kökum eða breyta stillingum um vafrakökur má finna á vefsíðu þíns vafra eða á www.allaboutcookies.org.

Notendur geta einnig stillt vafrakökur á www.snjollkerfi.is með því að smella á stillingartáknið sem birtist neðst á vefsíðunni.

5. Meðferð Snjöllkerfi á persónuupplýsingum

Við notkun á vefsvæði okkar söfnum við einnig persónuupplýsingum í gegnum vafrakökur (e. cookies), IP-tölur og öðrum upplýsingum um tækið sem þú notar (t.d. gerð vélbúnaðar, útgáfa stýrikerfis o.s.frv.). Þú getur valið hvort þú viljir veita okkur þessar upplýsingar. Sjá nánar í Persónuverndarstefnu Snjöllkerfi.

Karfan þín

0
image/svg+xml

Engar vörur í körfu

Continue Shopping